Spilltir

Hvar voru þessir menn þegar kaflinn um "vanhæfi" var tekinn fyrir í laganáminu þeirra? Heima að stúdera spillingarfræði?

Alltaf batnar það

Auðvitað telja þeir Valtýr og Bogi sig ekki vanhæfa til að rannsaka málin. Þeir treysta engum öðrum betur til að vernda synina.

 


mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næs gæi

Rosalega er þessi Hannes Smárason næs gæi að ætla að koma heim með peningana sem hann og hans líkar tóku frá fátæka fólkinu til að gefa ríka fólkinu (svona afturábak Hrói höttur).

Hann skilar örugglega hverri krónu, þiggur svo íbúðarholu í félagslega kerfinu og ferðast með strætó það sem eftir er.

Ég vona að engum hafi dottið í hug að eitthvað annað búi undir hjá manninum, því það hlýtur að vera snöggtum skárra að vera íslenskur milli búandi í Chelsea í London, umkringdur fólki sem hefur efni á að ráða leyniskyttur.


Alltaf batnar það

Það verður ekki annað sagt en að íslenski hrunadansinn verði æ fáránlegri.

Í nýjasta kapítula keppast auðmennirnir (nb. auðmaður er orðið að skammaryrði í íslensku) við að hvítþvo sig í sínum eigin fjölmiðlum. Enginn þeirra ber ábyrgð á neinu.

Eru þeir svo raunveruleikafirrtir að halda að þetta virki? Dettur þeim í hug að einhver trúi orði af því sem þeir segja? Og ef einhver trúi þeim, þá sé þeim hinum sama ekki skítsama?

Þeir hljóma eins og alvarlega veikir psychopatar, sociopatar - ef ekki bara universpatar. Þeir virðast helteknir af afneitunarkvillum, sjálfsréttlætingaræði, varpandi ábyrgðinni yfir á aðra - og vola yfir því að götustrákar á Íslandi geri hróp að þeim...

Er ekki til einhver Síbería handa þessum piltum, þar sem þeir geta bara étið það sem úti frýs?


Réttlætismál

Ég ætla að vona að hún Dögg litla hér á undan mér sé að grínast.

Þetta er grundvallar réttlætismál.

Myntkörfulánin eru forgangsatriði í þessum hrunadansi.

Ég tek það fram að ég er ekki með myntkörfulán og ekkert af mínum börnum. Slík lán koma mér persónulega ekkert við. En, um tíma voru ráðgjafar lánastofnana nógu sannfærandi til að selja þúsundum af ungu fólki þessi lán.

 Hvað á að gera við þetta unga fólk? Hneppa það á ævilangan skuldaklafa af því það hafði ekki þroska til að vantreysta þeim sem voru sérstaklega menntaðir til að veita bestu ráðin?

Ég verð bara að segja: Fórnum ekki meira af komandi kynslóðum en við nauðsynlega þurfum.

Nóg er nú samt.


mbl.is Afborganir verði frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holdsveika þjóðin

Hingað til höfum við getað játað þjóðerni okkar af stolti úti um allan heim - ekki síst í fyrra lífi (lífinu fyrir góðærið). En það hefur heldur betur breyst.

Íslenskir námsmenn í Bretlandi mega til með að segjast vera frá Noregi ef þeir eru spurðir hvaðan þeir komi. Um gervalla Evrópu hörfa menn þegar fólk svarar því til að það sé frá Íslandi. Á Balkanskaganum (þar sem Íslendingar hafa víða notið mikillar virðingar), spyrja menn hvort okkur sé treystandi til að klára samninga sem við höfum gert. Í Asíu neita menn að taka á móti listamönnum okkar.

Það vill enginn koma nálægt okkur. Við erum holdsveika þjóðin í heiminum.

Í erlendum fjölmiðlum er talað um "Íslendingar" þetta og "Íslendingar" hitt. Samt hefur þjóðin sem slík ekki gert neitt af sér.

Sparnaður okkar er farinn. Fyrirhyggjan var ekki til neins. Heimili okkar eru verðlaus og hver veit hver eignast þau þegar upp er staðið. Við erum fangar í skuldafeni sem við hefðum aldrei samþykkt þegar við skrifuðum undir greiðsluáætlanir að lánum okkar. Landið okkar eru orðið að  skuldafanganýlendu. Og orðstír okkar um heim allan hefur orðið fyrir óbætanlegum skaða. Þetta er óbærilegt.

Svo eru þeir til sem undrast að þjóðin vilji láta kalla menn til ábyrgðar....


mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjónasvipur

En notalegt. Nú fer allt að verða eins og það var áður en Davíð innleiddi frjálshyggjuna. Við aftur að verða sveitó og blönk með eina forskrifaða skoðun.

Ekki þar fyrir, skoðanamunur hefur eiginlega ekki verið merkjanlegur á milli Fréttablaðsins og Morgunblaðsins á seinustu misserum. Útlitslega hafa þau líka stöðugt verið að likjast hvort öðru meira - svona eins og gömul hjón með sterkan hjónasvip.

Það er því alveg óþarfi að halda útgáfu þeirra beggja áfram. Það er bara bruðl að gefa út tvö dagblöð til að koma einum og sama boðskapnum til skila, þótt vissulega sé nokkuð algengt hjá gömlum hjónum með sterkan hjónasvip að annað þeirra byrji á setningu og hitt ljúki henni.

Svo sætt.

 


mbl.is Fréttablaðið og Árvakur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggisráðið

Honum hlýtur samt að finnast við besti kosturinn í Öryggisráð SÞ.

Við gætum til dæmis fengið að fara með fjármálaöryggisdeildina....


mbl.is Brown: Viðhorf íslenskra stjórnvalda óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afneitun

Í hvaða fjárans veruleika búa íslensk stjórnvöld? Hvers vegna eru þau svona upptekin af því að það megi ekki kalla neinn til ábyrgðar? Hvers vegna kalla þau slíka réttlætisafstöðu hausaveiðar?

 Í Bretlandi hafa menn í gegnum tíðina þurft að segja af sér opinberum embættum þegar þeir verða uppvísir að perónulegum brotalömum og veikleikum. Þar þykir sálfsagt að kalla menn til ábyrgðar á gjörðum sínum. Þar hafa margir ráðamenn sagt af sér af ýmsum pínlegum ástæðum. Hér á landi hefur hins vegar aðeins "einn" ráðherra sagt af sér embætti vegna meintrar spillingar. Það var Guðmundur Árni Stefánsson, sem var á sínium tíma heilbrigðisráðherra. Mig minnir að það hafi verið út af kaupum á teppum. Yfir slíku myndi hver hvunndagsbreti hlæja með öllum kjaftinum.

 Hér á landi eru menn hins vegar úthrópaðir sem kveúlantar, æsingamenn og hausaveiðarar ef þeir minnast á það að einhver beri ábyrgð á þeim smámunum að setja heila þjóð og alla hennar vini á hausinn. Það er komið sér hjá því að svara, röflað um að mál séu flókin og síðan kvartað yfir því að alls óupplýst þjóð "sé að lesa í stöðuna."

Þeir sem ekki segja sannleikann allan og af einurð verða bara að þola slíkan í-stöðu-lestur.

Það er fullkomlega eðlilegt að Bretar séu öskuillir út í okkur fyrir að hylma yfir með fjárglæframönnum. Það er meira en lítið skiljanlegt að þeir skuli ekki sætta sig við að Íslendingar haldi fram ábyrgðarleysi þjóðarinnar og einstaklinga sem henni tilheyra á þvi að almenningur og samfélög í Bretlandi standi frammi fyrir þvi að tapa stórfé vegna gjörninga íslenskra fjármálasnillinga á seinustu árum.

Það getur vel verið að íslensk stjórnvöld séu orðin vön því að geta sagt okkur hér að halda kjafti., við séum æði. Hins vegar eru Bretar ekki vanir slíkum málflutningi frá sínum stjórnvöldum. Þar heita hlutirnir sínu nafni.

 Afstaða Breta er heilbrigð á meðan afstaða og viðbrögð íslenskra stjórnvalda er sjúk.

 Íslensk stjórnvöld eru eins og hrokafullur, meðvirkur maki sem reynir að þrífa skítinn, skömmina og eyðilegginguna sem  alvarlega veikur alkohólisti hefur valdið - og sama hvaða rökum er beitt, allt er öðrum að kenna. Allir aðrir eru fífl, fuglahræður og dusilemnni. Sérstaklega Bretar.

 Væri ekki vænlegast fyrir okkur að hlusta gaumgæfilega á þau skilaboð og þá hugsun sem felst í særindum breskra ráðamanna til að átta okkur á því hvað vanmáttarkennd okkar sem þjóðar hefur leitt okkur á rangar viðbragðabrautir.

Er ekki einmitt núna tækifæri fyrir okkur til að hlusta á aðra í stað þess að afneita staðreyndum, móðgast og kenna öðrum um. Þetta alkohólíska viðbragðamynstur er ekki að afla okkur neinna vina. Þvert á móti. Við erum að hrekja þá frá okkur - hratt og örugglega.

Það er móðgun við almenning í þessu landi að forsætisráðherra okkar skuli leyfa sér að lýsa stjórnvöld á Íslandi óánægð og hneyksluð yfir því að Bretar skuli beita Íslendinga ákvæðum í sérstökum lögum um varnir gegn hryðjuverkastarfsemi.

Það má vel vera að þetta sé óvinveitt aðgerð af hálfu Breta, en - hei - voru gjörningar okkar manna voða vinveittir og djollí?


mbl.is Mjög óvinveitt aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttsýnn ráðherra

Íslenskur almenningur hlýtur að taka undir þessi orð Browns - og bíða spenntur eftir svipaðri yfirlýsingu frá forsætisráðherra Íslands. Eða, ætlar hann bara að halda áfram að leiða hrunadansinn og svara því einu til að ástandið sé "flókið?"

Það er orðið æði þreytandi að hlusta á íslenska ráðamenn klifa á þessu flækjutali á milli þess sem þeir annað hvort "geta" ekki svarað eða "vilja" ekki svara spurningum.

Ef þeir halda að þeir séu að koma í veg fyrir þjóðar "panik" með þögninni og sem minnstum upplýsingum, þá eru þeir haldnir raunveruleikafirringu.

Hvernig væri að forsætisráðherra legði bara spilin á borðið á blaðamannafundinum í dag - það er að segja, eftir að hann hefur fryst eigur auðmannanna sem hafa komið þjóðinni í þessa úlfakreppu?


mbl.is Brown: Refsingar fyrir óhóf og ábyrgðarleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Súsanna Svavarsdóttir

Höfundur

Súsanna Svavarsdóttir
Súsanna Svavarsdóttir

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...andlit_unni
  • Snæfellsjökull

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband