Bara slíta þá...

Þá er bara að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu Össur. Sá sem tekur af skarið, gæti hugsanlega átt von um áframhaldandi þátttöku í pólitík í framtíðinni.
mbl.is Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drusla

Aldrei man ég eftir að Davíð hefði kvartað undan því að fjölmiðlar væru í heljargreipum þegar Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kepptust um að hlaupa erinda hans.

Núna hegðar hann sér eins og veikur alkohólisti: Allt er öðrum að kenna og allir eru vondir við hann.

Þetta er nú meiri druslan. Maður gæti ælt í fjórtán metra boga.

 


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frankenstein - vörður heimilanna

Maður eyðir heilu og hálfu dögunum í að reyna að skilja annað hvort hausinn eða halann á kreppunni. Aldrei hvoru tveggja. Til þess þyrfti maður að ráða yfir alvarlega klofnum persónuleika.

En ef maður reynir að analýsera síðustu vikur út frá því sem ráðamenn segja þá hófst það á yfirlýsingum um að standa yrði vörð um heimilin í landinu og atvinnulífið og strax yrði ráðist í aðgerðaráætlun til að hanna þennan Vörð.

Straxið spannaði sex vikur. Sex vikur þar sem ráðamenn voru svo á kafi að hanna Vörð að þeir yrtu ekki á þjóðina. Og hvernig lítur svo þessi vörður út?

Eins og ég - af mínu litla viti - skil hönnunina, þá er Verði klambrað saman úr öllu því versta hráefni sem ríkisstjórnin gat skrapað saman og útlit fyrir að niðurstaðan muni knésetja atvinnulífið og heimilin á skemmri tíma en allar eldstöðvar landsins hefðu megnað hefðu þær tekið sig til og spúð yfir okkur eldi og brennisteini mánuðum saman.

Það eru tekin lán til að setja krónuna á flot. Það hafa fengist vilyrði fyrir því að þjóðarmaskínan verði komin í gagnið fyrir jól. Lítið sagt frá því hvort hún muni virka ergir jól. Er það bara ég, eða er þetta framhald á þeim sýndarveruleika sem við höfum búið við í hinum meinta góðæri?

Íbúðalánasjóður ætlar að leysa til sín slatta af húsnæði því sem kallast heimili í landinu og leigja það svo þeim sem hafa unnið fyrir þessari steinsteypu, myrkranna á árum saman. Strit heilu fjölskyldnanna hverfur eins og dögg fyrir sólu, eignarhlutur þeirra verður ekki bara núll - heldur mun mínusinn halda áfram. Skuldinn hverfur ekki - og þegar hún er orðin fjölskyldunni um megn, verður gengið að öðrum eignum. Við vitum að ríkið og stofnanir þess gefa aldrei neitt eftir.

Hinn magnaði Vörður er studdur af hækkandi sýrivöxtum til að sjá til þess að fjölskyldur landsins tapi sem mestu sem fyrst.

Félagsmálaráðherra er "undir þrýstingi" eins og hún orðar það til að losa um þau höft sem meina fólki að taka út séreignar lífeyrissparnað og telur að það geti bjargað mörgum heimilum. En er verið að losa um þau höft?

Nei.

Hinn sérhannaði Vörður er meingölluð smíð, svona efnahagslegur Frankenstein, hannaður af sama fólki og skapaði Ísland sýndarveruleikans sem við höfum búið við síðastliðinn áratug.

Þessi flokkur ráðaribbalda hefur aðeins eitt markmið: Að viðhalda sjálfu sér. Leiðin til þess er að horfast aldrei í augu við að þeir eru ekkert annað en ófreskju-skaparar. Ekki einu sinni þegar ófreskjurnar eru byrjaðar að háma þá sjálfa í sig. Fari þeir vel.


Hvar er ríkisstjórnin?

Hvar er ríkisstjórnin? Hvers vegna bregst hún ekki við umræðunni um neyðarupptöku evrunnar? Hvers vegna svarar hún ekki ákalli þjóðarinnar um að veita einhverjar upplýsingar? Hvaða fólk er þetta eiginlega? Er það með réttu ráði?

 


mbl.is Finnar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegir og yfirvegaðir???

Mikið er orðið þreytandi að horfa upp á ráðamenn þjóðarinnar hanga í þeim misskilningi að yfirvegun og rólegheit séu einhver dyggð þessa dagana.

Það er alltaf verið að koma fram af "yfirvegun," "öryggi" og "festu," svona upp í gömlum  sjálstæðisflokks stíl, til að virðast trúverðugur og traustsins verður - en gagnvart okkur sem horfum á sirkusinn er þessi taktík hjá ráðamönnum þjóðarinnar farin að virka á allt annann hátt. Þeir virðast utanveltu og dasaðir, svona eins og hasshausar sem eru mjög rólegir og rosalega lengi að fatta hvað er að gerast í kringum þá.


Hvað er svona merkilegt við krónuna?

Hvort eru ráðamenn og stjórnarformaður Seðlabankans samsafn dusilmenna, hrotta eða hreinna heimskingja? Eða er þetta kannski heyrnarlaus og ólæs lýður?

Þjóðin fylgist með því í fjölmiðlum þegar hver erlendi sérfræðingurinn á eftir öðrum bendir á leiðir fyrir Ísland út úr ógöngunum - og nú síðast í sambandi við einhliða upptöku á evrunni. Það vantar ekki skynsemisraddirnar.

 En það er eins og ofangreindur flokkur sé með bundið fyrir augu og eyru. Meðlimir hans æða áfram í einhverja átt sem var hönnuð til heimabrúks og virðast ekkert vita hvað er í gangi. Mjög skýrt dæmi um það var lánstilboð Pólverja sem forsætisráðherra frétti ekkert af fyrr en hann las um það í fjölmiðlum. Önnur ástæða til að efast um að ráðamenn viti hvað þeir eru að gera, er að þeir veita þjóðinni ekki upplýsingar. Það er ekki ólíklegt að það sé vegna þess að þeir hafa ekki hugmynd um hver raunverulega staðan er, skilja ekki klúðrið sem þeir eru með í höndunum (eða eru að reyna að leysa það þannig að þeirra eigin ábyrgð verði aldrei ljós, þótt allir viti...), og hafa ekki hugmynd um hvernig þeir eiga að taka á því. Þora því ekki að segja neitt.

Og það er alveg sama hversu mikil og hagstæð lán við fáum, þau étast upp í endalausri viðleitni til að viðhalda krónunni. Þessi þjóð er búin að líða alveg nóg fyrir slíkan matador-gjaldmiðil og algerlega ástæðulaust til að halda því áfram.

Annað hvort verður krónan að fara - eða ríkisstjórnin; að sjálfsögðu með seðlabankaformanninn með sér.

 


Stýrivextir?

Á þá ekki að lækka stýrivextina. Voru þeir ekki hækkaðir um daginn að kröfu IMF sem skilyrði fyrir láninu?
mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsögn

Það er enn meira óþolandi að almenningur skuli þurfa að þola að Þorgerður og eiginmaður hennar hafi verið í stúkusæti hjá hvort öðru í aðdraganda þess að Kaupþing var tekið úr höndum þeirra glæpamanna sem stýrðu fyrirtækinu.

Það er alveg sama hversu hortuga og hrokafulla grímu konan getur sett upp, þjóðin mun aldrei trúa orðum hennar og aldrei treysta henni aftur. Hún er ekki síður vanhæf til sinna starfa en þeir Valtýr og Bogi til að fara með grunnrannsókn bankamálsins.

Tengsl Þorgerðar Katrínar við Kaupþing eru of mikil til að við verði unað.

Hún á að segja af sér NÚNA!


mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómarar í eigin sök og sinna

Sammála Steingrími. Ráðamenn hafa dæmt sig saklausa af ástandinu, seðlabankastjóri hefur dæmt sig saklausan af ástandinu, auðmenn hafa dæmt sig saklausa af ástandinu - og því ekki að furða að saksóknari og fyrrverandi saksóknari vil fá að dæma sig og sína saklausa af ástandinu.
mbl.is Skortur á sjálfsgagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrælanýlendan

Er ekki sniðugast að einfalda málið? Bjóða Bretum að taka okkur upp í skuld. Þá komumst við hjá því að taka lán og fáum drottningu. Við verðum hvort eð er þrælaeyjan þeirra um ófyrirsjáanlega framtíð.
mbl.is Góðar líkur á lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Súsanna Svavarsdóttir

Höfundur

Súsanna Svavarsdóttir
Súsanna Svavarsdóttir

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...andlit_unni
  • Snæfellsjökull

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 514

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband