Holdsveika þjóðin

Hingað til höfum við getað játað þjóðerni okkar af stolti úti um allan heim - ekki síst í fyrra lífi (lífinu fyrir góðærið). En það hefur heldur betur breyst.

Íslenskir námsmenn í Bretlandi mega til með að segjast vera frá Noregi ef þeir eru spurðir hvaðan þeir komi. Um gervalla Evrópu hörfa menn þegar fólk svarar því til að það sé frá Íslandi. Á Balkanskaganum (þar sem Íslendingar hafa víða notið mikillar virðingar), spyrja menn hvort okkur sé treystandi til að klára samninga sem við höfum gert. Í Asíu neita menn að taka á móti listamönnum okkar.

Það vill enginn koma nálægt okkur. Við erum holdsveika þjóðin í heiminum.

Í erlendum fjölmiðlum er talað um "Íslendingar" þetta og "Íslendingar" hitt. Samt hefur þjóðin sem slík ekki gert neitt af sér.

Sparnaður okkar er farinn. Fyrirhyggjan var ekki til neins. Heimili okkar eru verðlaus og hver veit hver eignast þau þegar upp er staðið. Við erum fangar í skuldafeni sem við hefðum aldrei samþykkt þegar við skrifuðum undir greiðsluáætlanir að lánum okkar. Landið okkar eru orðið að  skuldafanganýlendu. Og orðstír okkar um heim allan hefur orðið fyrir óbætanlegum skaða. Þetta er óbærilegt.

Svo eru þeir til sem undrast að þjóðin vilji láta kalla menn til ábyrgðar....


mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Hehumm, við eigum ennþá besta land í heimi og þessa æðislegu persónuleika! Ekki gleyma því. Og ég held ekki að neinn þori að baktala Björk og Sigur rós þótt þau séu íslensk :)

halkatla, 14.10.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Súsanna Svavarsdóttir

Þar sem ég hef ekki komið til allra landa í heiminum, held ég að ég sé ekki fær um fullyrða að við eigum besta land í heimi.

Ég hef hins vegar búið í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kósóvó. Í þeim löndum virðast menn álíta að þeir búi í besta landi í heimi.

Það hafa öll lönd kosti og galla, hvort sem maður er innfæddur eða gestur.

Ég held að menn "þori" alveg að baktala Björk og Sigur rós, finnist þeim brýn ástæða til. Hvað ættu þeir að hræðast?

Súsanna Svavarsdóttir, 14.10.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ó, Súsanna......knús til þín

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.10.2008 kl. 17:32

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En sannast nú ekki einfaldlega á okkur gamla máltækið að dramb er falli næst ?

Með alla jeppana okkar, stórhýsin, verslunarferðirnar...ja ég veit ekki hvað...Ísland mest og best.

Gleymum samt ekki silfrinu okkar - Ísland er enn "stórasta" land í heimi í hjörtum okkar, þrátt fyrir allt, er það ekki?

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.10.2008 kl. 17:36

5 identicon

Er þetta sússanna frá Keflavík.Ha ha og hæ elsku rúllan min. Vorum saman í kefló hjá Helga Hólm og öðrum sem kenndu okkur að þegja.

Eig hef berið lengi erlendis,en mikið andaskoti er gaman að sjá að þú ert á lífi.Gefðu skít í efnahagastöðuna. Þetta reisir sig við allt.

bjarni Þórðarson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Súsanna Svavarsdóttir

Höfundur

Súsanna Svavarsdóttir
Súsanna Svavarsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...andlit_unni
  • Snæfellsjökull

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 465

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband