Hryðjuverkaviðbrögð

Ekki veit ég hvort okkur Íslendigum var ætlað að móðgast yfir þessari frétt - en víst er að fréttir úr breskum fjölmiðlum eru sérvaldar ofan í okkur. Eina leiðin, hins vegar, til að fá einhverja glóru í það sem er að gerast hér á landi er að lesa breska fjölmiðla, því stefna stjórnvalda hér - sem og taglhnýtinga þeirra, fjölmiðla - er að halda þjóðinni í sem mestri fávisku um það sem er að gerast. Við fáum bara snyrtilegar fréttir um að FME hafi yfirtekið hinn eða þennan bankann.

Það er alveg sama um hvað ráðamenn og bankamenn hér eru spurðir, þeir "geta" ekki tjáð sig um málið og blaðamenn á Íslandi eru annað hvort of fávísir sjálfir, eða of kurteisir við þetta fólk (sem hefur ýmist verið kosið til að halda utan um hagsmuni okkar, eða treyst fyrir peningum þjóðarinnar), til að þjarma að þeim og heimta svör eða upplýsa okku um hvað þagnir þess þýða. Þeir komast endalaust upp með að kenna öðrum um. Nú síðast, forstjóri Kaupþings, sem segir allt Bretum að kenna.

Bresku fjölmiðlafólki er hins vegar alveg sama hvað fjárglæframönnum og stjórnmálamönnum á Íslandi finnst um skrif þeirra og hafa engar áhyggjur af því að hafa vit á hlutunum og fjalla heiðarlega um þá. Þeir eru ekkert feimnir við að útskýra hvers vegna Davíð Oddsson ætti alls ekki að vera seðlabankastjóri - og eru farnir að hæðast að honum.

Sjá www.bbc.co.uk sem dæmi, þar sem hægt er að rekja sig í gegnum miklar upplýsingar og greiningar á ástandinu á Íslandi.

Það hlýtur að teljast rökrétt að beita hryðjuverkalögum á íslensku fjármálafyrirtækin - því afleiðingar hinnar "glæsilegu" íslensku útrásar eru að valda skaða hjá mun fleiri einstaklingum en til dæmis árásin á Tvíburaturnana í New York. Miltisbrandurinn ógurlegi er barnaleikfang í samanburði við skaðann sem græðgi fjármálageirans hefur valdið.

Það er kaldhæðnislegt í þeim vestræna heimi sem hefur lagt ómælda peninga og orku í að treysta hryðjuverkavarnir og -viðbrögð seinustu árin til að utanaðkomandi glæponar geti ekki skemmt eina einustu skrúfu fyrir okkur, að hryðjuverkaárásirnar skuli hafa komið innan frá - úr innsta kjarna þeirra sem okkur hefur verið kennt að treysta fyrir framtíð okkar og gæfu. Þetta eru menn sem hafa sent efnahangslegan miltisbrand í gegnum peningapípur heimsins.

 Það er ekki laust við að manni finnist maður staddur í gamalli þjóðsögu. Íslenskir ráðamenn standa eins og gamall fávís bóndakurfur úti á hóli, skimandi í allar áttir til að tryggja að enginn vaði inn á hans lóð á meðan fáráðurinn, sonur hans, brennir húsin til grunna, með manni og mús.

En svo má auðvitað ekki skamma fáráðinn...


mbl.is Hryðjuverkalög gegn Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Súsanna Svavarsdóttir

Höfundur

Súsanna Svavarsdóttir
Súsanna Svavarsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...andlit_unni
  • Snæfellsjökull

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband