Trúverðugleiki fræðasamfélagsins á Íslandi

Jæja, þá hefur rektor HÍ birt niðurstöðu sína eftir að hafa legið undir feldi sínum hugsi lengur en menn hafa áður gert í skráðum heimildum íslenskum. Getur verið að þetta sé rektorinn sem lét það verða eitt sitt fyrsta embættisverk að lýsa því að hennar helsta markmið væri að gera HÍ að einum af hundrað bestu háskólum í heimi?

Á hverju eiga gæði þessa hingað til ágæta skóla að byggja?

Það hefur tekið heila öld að byggja Háskóla Íslands upp og gera hann gildandi meðal menntastofnana á alþjóðlega vísu. Hornsteinn fræðasamfélagsins er vísindaleg vinnubrögð (til dæmis við meðferð heimilda) en nú hefur rektor ákveðið að þau þurfi ekki að gilda í HÍ.

Rithöfundar hafa um árabil barist fyrir lögverndun höfundarréttar og ljóst að réttarkerfið er sammála þeim rétti. Rektor virðist á annarri skoðun.

Það er tóm vitleysa að halda því fram að Hannes Hólmsteinn hafi rýrt traust Háskóla Íslands með vinnubrögðum sínum. Hann hefur aðeins lagt eiginn orðstýr í rúst. Hins vegar er það rektor HÍ sem hefur rýrt traust skólans, svo um munar, með því að sjá ekki sóma sinn í að víkja Hannesi úr starfi.

Hið alþjóðlega fræðasamfélag mun frétta af niðurstöðu háskólarektors - og í kjölfarið spyrja hvort íslenskum fræðimönnum sé treystandi. Rektor hefur ekki aðeins rýrt traust Háskóla Íslands, heldur grafið undan trúverðugleika íslenskra fræðimanna til lengri tíma.

Ætla prófessorar og aðrir fræðimenn við Háskóla Íslands að una því?

 


mbl.is Átelur vinnubrögð Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér. Þetta snýr fremur að rektor en Hannesi. Hannes er bara að grafa sína eigin gröf en rektor er að moka yfir skólann.

Það var svo sem nógu slæmt sem HHG gerði en það að hann komist upp með það finnst mér öllu verra. Það má velta því fyrir sér hvort HHG kæmist upp með morð. Getur maður séð þessa atburðarrás fyrir sér? HHG drepur þrjá einstaklinga. Það kemst upp um fyrsta morðið og HHG biður aðstandendur afsökunar og fer fram á aðstoð þeirra til að grafa líkið aftur.

Rektor hefur sjálfsagt verið vandi á höndum. Hún hefur líklega fengið skipanir "að ofan" um að láta kyrrt liggja og e.t.v hótanir um skaðabótakröfu á skólann frá Hannesi yrði hann rekinn.

þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:23

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góðan pistil Súsanna, hárrétt hjá þér. Velkomin á moggabloggið. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 4.4.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Súsanna Svavarsdóttir

Höfundur

Súsanna Svavarsdóttir
Súsanna Svavarsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...andlit_unni
  • Snæfellsjökull

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 476

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband