Færsluflokkur: Bloggar

Vekur vonir

Húrra fyrir Steingrími. Ég vona bara að hann hafi kjark til að stíga skrefið til fulls og við norska krónan verði búin að ættleiða okkur - helst fyrir kosningar.
mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannvonska

Það er með ólíkindum að til sé fólk sem gleðst yfir slíkri frétt.

 Eitt er að vera ósáttur við ríkisstjórnina - en að fagna því að nokkur manneskja, hvort sem eru ráðherrar eða aðrir, eigi við illvíga sjúkdóma að etja, er hreinræktuð mannvonska.

Fyrir mína parta vil ég heldur búa í samfélagi með Geir Haarde, hvort sem hann er forsætisráðherra eða ekki, en skepnum sem gleðjast yfir veikindum hans.

Skammist ykkar.


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geðveiki og meiri græðgi

Það er nákvæmlega þetta sem gerðist í Chile, Argentínu, Brasilíu, Bólivíu, Uruguay og Póllandi og mörgum fleiri fyrrum austantjaldslöndum í kjölfarið, eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn dældi peningum inn í hagkerfi þeirra.

Skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir láni fel það í sér að erlendum fyrirtækjum sé gefinn frjáls aðgangur að fyrirtækjum og aðlindum landsins.

Samkvæmt þeim kenningum Miltons Friedmans sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vinnur eftir, þarf fyrst að kippa fótunum fjárhagslega undan þjóðfélaginu, það er að segja, fyrst kemur "sjokkið." Síðan kemur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn inn með sína "sjokk þerapíu." Hún byggir á því að lækka laun landsmanna, afnema verðhöft, skera niður samfélagsþjónlustuna, einkavæða fyrirtæki í eigu ríkisins (við höfum nú þegar séð hvaða afleiðingar það hefur), hleypa erlendum auðvaldsfyrirtækjum (sem eiga sér sögu sem er vel þekkt) inn til að fjárfesta í íslenskum auðlindum.

"Og með styrkingu krónunnar erum við að styrkja okkar sjóði líka og græða á þessu öllu saman," skrifar Þór. Þetta er ekki rétt. Með því að hleypa inn erlendum fyrirtækjum (sem eiga sér sögu sem er vel þekkt) erum við að hætta á að veita þeim stjórnartaumana í landinu. Eins og reynslan sýnir í þeim löndum sem tínd eru til hér að ofan, þá eru afleiðingarnar ekki gróði (nema fyriri þá örfáu sem græddu fyrir hrunið), heldur aukið atvinnuleysi, enn meiri verðbólga, enn meira hrun gjaldmiðilsins, enn hærra verðlag.

Þór er afsprengi þess frjálsa markaðshagkerfis sem þegar hefur lagt efnahag íslensku þjóðarinnar í rúst af einskærri græðgi - og það sést best á því að í samhengi sínu notar hann hugtakið "græða."


mbl.is Áhugi erlendra fjárfesta að glæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umboðslaus forsætisráðherra

Það er með öllu óásættanlegt að forsætisráðherra skýli sér á bak við þá möntru að hann og samfylkingin hafi góðan meirihluta og að þessir flokkar hafi verið kosnir til að takast á við þann vanda sem við búum við í dag.

 Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengu fylgi í kosningum út á málefnaskrár sínar eins og þær blöstu við í kosningum - og við bjuggum við meint góðæri. Í gerbreyttu samfélagi er ljóst að kjósendur þeirra treysta þeim ekki til að takast á við kreppuvandann og vill þessa flokka burt.

 Það er líka með öllu óásættanlegt að forsætisráðherra vísi í viðskipta ferli í Kaupþingi til að firra sig ábyrgð. Hann var í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar (fjármálaráðherra ef ég man rétt), sem þvingaði opið markaðshagkerfi (Miltons Friedmans og Chicagoskólans) upp á þjóðina. Kreppan er afleiðing af þeirri þvingun. Við sjáum afleiðingar þeirra hagfræðikenninga leika flestar þjóðir heims illa nú um stundir (var reyndað sannað áður, t.d. í ýmsum löndum Suður-Ameríku að þær væru hreinn efnahagslegur hryðjuverknaður) en ein ástæðan fyrir því að hún elikur okkur verr en aðrar þjóðir er smæð okkar.

Svokallaðir útrásarvíkingar hafa aldrei verið til. Hér var ekkert til framleitt til útflutnings og því ekkert til að útræsa. Hér var einfaldlega ekki nægur mannskapur, auðlindir og fjármagn til að seðja græðgi þeirra sem sáu sóknarfæri í hinu frjálsa markaðshagkerfi og því lögðust þeir í víking að fornum sið, til sömu landa og við réðumst á á söguöld, Norðurlöndin, Bretland, teygðum okkur aðeins yfir Ermasundið og svo fóru tveir feðgar í austurveg.

 Ef einhverjir bera grundvallarábyrgð á stöðunni í dag eru það forsætisráðherra og seðlabankastjóri, ásamt þeim ráðgjöfum sem kenndu þeim að segja við þjóðina: Allt þetta skal ég gefa þér....

Forsætisráðherra vildi lítið gefa fyrir þau mótmæli sem nú standa yfir í miðborg Reykjavíkur, finnst þetta fámennur flokkur og forseti Alþingis kallar mótmælendur "uppivöðsluseggi" í Fréttablaðinu í dag.

Hversu marga mótmælendur þarf til að forsætisráðherra finnist mótmæli marktæk? Hvers konar sjálfsupphafning og mannfyrirlitning er það hjá forseta Alþingis að kalla fólk sem er að tjá sársauka sinn uppivöðsluseggi.

 Það er kominn tími til að þessir flokkur ráðamanna sem hefur sannanlega beitt þjóðina efnahagslegum hryðjuverkum fari.

 


mbl.is Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran betri en ESB

Það þarf nú ekki að líta langt til að sjá að það skiptir nákvæmlega engu máli, hvað varðar möguleika á Evrópuaðild, að taka einhliða upp evruna. Svartfjallaland gerði það fyrir rúmu ári og afleiðingarnar voru ekki alvarlegri en það að umsókn þeirra um aðild að ESB á dögunum var tekið fagnandi.

Er ekki líka fremur ólíklegt að við fengjum að taka upp evruna, þótt við gengjum í ESB? Við erum ekki með nógu stöðugt efnahagskerfi.


mbl.is Flækir umsóknarferlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sem þýðir hvað?

Lækkuð gjöld á almenna viðskiptavini? Eða verður bara skroppið til Noregs og Kanada í lax?


mbl.is Kaupa engin veiðileyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heill og hálfur hugur.

Allir voða hissa? Framsóknarmaður er framsóknarmaður, sama í hvaða flokk hann skráir sig.

Og æltar að starfa "af heilum hug." Starfaði maðurinn með klofnum hug í Samfylkingunni?


mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skeinir sig

Það verður að teljast all undarlegt að þessi maður skuli fá að reka rassinn framan í þjóðina og skeina sig í beinni útsendingu.
mbl.is Endurgreiddi 370 milljónir
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Standardar

Guð hvað þessir krakkar eiga bágt.

Svona standardar eru pínleg klisja.


mbl.is SUF ályktar um Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða sprengja er það?

Hvað er klasasprengja?

Eigum við að júbbílera?

Er utanríkisráðherra með réttu ráði?

Hún hefur dundað sér við það, síðastliðnar vikur, að knésetja íslensk heimili með efnahagssprengjum og eyðir svo peningum skattborgaranna í að skutlast til Osló til að undirrita bann við einhverjum öðrum sprengjum sem við kunnum engin skil á.

Síðast þegar ég undraði mig á íslenskuseringu á svona alþjóðlegu konsepti, var þegar ég áttaði mig á því að íslenska þýðingin á "mall" (verslunarmiðstöð) er klasi.

Var utanríkisráðherra að undirrita alþjóðlegan samning um að það væri bannað að sprengja verslunarmiðstöðvar?

Afhverju erum við að undirrita samninga um bann við sprengjum sem við vitum ekki að eru til og til hvers eru notaðar, þegar búið er að sprengja heimili landsins með peningum?

Hvað var það eiginlega sem þeir skáru úr hausnum á utanríkisráðherra í Ameríku um daginn?


mbl.is Skrifaði undir samning um klasasprengjubann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Súsanna Svavarsdóttir

Höfundur

Súsanna Svavarsdóttir
Súsanna Svavarsdóttir

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...andlit_unni
  • Snæfellsjökull

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband