Geðveiki og meiri græðgi

Það er nákvæmlega þetta sem gerðist í Chile, Argentínu, Brasilíu, Bólivíu, Uruguay og Póllandi og mörgum fleiri fyrrum austantjaldslöndum í kjölfarið, eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn dældi peningum inn í hagkerfi þeirra.

Skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir láni fel það í sér að erlendum fyrirtækjum sé gefinn frjáls aðgangur að fyrirtækjum og aðlindum landsins.

Samkvæmt þeim kenningum Miltons Friedmans sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vinnur eftir, þarf fyrst að kippa fótunum fjárhagslega undan þjóðfélaginu, það er að segja, fyrst kemur "sjokkið." Síðan kemur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn inn með sína "sjokk þerapíu." Hún byggir á því að lækka laun landsmanna, afnema verðhöft, skera niður samfélagsþjónlustuna, einkavæða fyrirtæki í eigu ríkisins (við höfum nú þegar séð hvaða afleiðingar það hefur), hleypa erlendum auðvaldsfyrirtækjum (sem eiga sér sögu sem er vel þekkt) inn til að fjárfesta í íslenskum auðlindum.

"Og með styrkingu krónunnar erum við að styrkja okkar sjóði líka og græða á þessu öllu saman," skrifar Þór. Þetta er ekki rétt. Með því að hleypa inn erlendum fyrirtækjum (sem eiga sér sögu sem er vel þekkt) erum við að hætta á að veita þeim stjórnartaumana í landinu. Eins og reynslan sýnir í þeim löndum sem tínd eru til hér að ofan, þá eru afleiðingarnar ekki gróði (nema fyriri þá örfáu sem græddu fyrir hrunið), heldur aukið atvinnuleysi, enn meiri verðbólga, enn meira hrun gjaldmiðilsins, enn hærra verðlag.

Þór er afsprengi þess frjálsa markaðshagkerfis sem þegar hefur lagt efnahag íslensku þjóðarinnar í rúst af einskærri græðgi - og það sést best á því að í samhengi sínu notar hann hugtakið "græða."


mbl.is Áhugi erlendra fjárfesta að glæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Súsanna Svavarsdóttir

Höfundur

Súsanna Svavarsdóttir
Súsanna Svavarsdóttir

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...andlit_unni
  • Snæfellsjökull

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband