24.11.2008 | 23:03
Fum og fát
Það er ekki von að þjóðin treysti stjórnarandstöðunni neitt betur en stjórninni. Hvaða stjarnfræðilega dómgreindarleysi er það að eyða heilum degi í vantrauststuð? Er Steingrími Sigfússyni ekki sjálfrátt.
Það enda allar kosningar á því að hann lýsir sig reiðubúinn í ríkisstjórn, ekki síst með Sjálfstæðisflokknum, en líka hinum flokkunum - en enginn vill vera memmmmmmm.....
Fyrir stuttu lýsti hann því yfir að hann mundi ekki fara í ríkisstjórn með neinum af þessum flokkum ef kosið yrði núna. Það var á sama tíma og hann bauðst til að fara leyniferð til Noregs með betlistaf. Og gott ef það var ekki á svipuðum tíma og hann var til í að mynda þjóðstjórn, bráðabirgðastjórn.... hvaða stjórn sem væri, baa að hann fengi að vera með.
Svo þegar honum er ljóst að enginn vill vera með honum, þá fer hann í fýlu og lýsir vantrausti á ríkisstjórnina..
Hvað kostar það þjóðina að halda 63 einstaklingum uppi á þessu dæmalausa snakki í sex til sjö tíma, að ekki sé talað um spandalinn sem felst í því að vera með beina útsendingu.
Er ekki mál að Steingrímur Sigfússon leiti sér hjálpar vegna athyglissýki og fari síðan á námskeið til að læra hvernig á að nálgast önnur börn.
Vantrauststillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Súsanna Svavarsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.