Færsluflokkur: Bloggar

Spilltir

Hvar voru þessir menn þegar kaflinn um "vanhæfi" var tekinn fyrir í laganáminu þeirra? Heima að stúdera spillingarfræði?

Alltaf batnar það

Auðvitað telja þeir Valtýr og Bogi sig ekki vanhæfa til að rannsaka málin. Þeir treysta engum öðrum betur til að vernda synina.

 


mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næs gæi

Rosalega er þessi Hannes Smárason næs gæi að ætla að koma heim með peningana sem hann og hans líkar tóku frá fátæka fólkinu til að gefa ríka fólkinu (svona afturábak Hrói höttur).

Hann skilar örugglega hverri krónu, þiggur svo íbúðarholu í félagslega kerfinu og ferðast með strætó það sem eftir er.

Ég vona að engum hafi dottið í hug að eitthvað annað búi undir hjá manninum, því það hlýtur að vera snöggtum skárra að vera íslenskur milli búandi í Chelsea í London, umkringdur fólki sem hefur efni á að ráða leyniskyttur.


Alltaf batnar það

Það verður ekki annað sagt en að íslenski hrunadansinn verði æ fáránlegri.

Í nýjasta kapítula keppast auðmennirnir (nb. auðmaður er orðið að skammaryrði í íslensku) við að hvítþvo sig í sínum eigin fjölmiðlum. Enginn þeirra ber ábyrgð á neinu.

Eru þeir svo raunveruleikafirrtir að halda að þetta virki? Dettur þeim í hug að einhver trúi orði af því sem þeir segja? Og ef einhver trúi þeim, þá sé þeim hinum sama ekki skítsama?

Þeir hljóma eins og alvarlega veikir psychopatar, sociopatar - ef ekki bara universpatar. Þeir virðast helteknir af afneitunarkvillum, sjálfsréttlætingaræði, varpandi ábyrgðinni yfir á aðra - og vola yfir því að götustrákar á Íslandi geri hróp að þeim...

Er ekki til einhver Síbería handa þessum piltum, þar sem þeir geta bara étið það sem úti frýs?


Réttlætismál

Ég ætla að vona að hún Dögg litla hér á undan mér sé að grínast.

Þetta er grundvallar réttlætismál.

Myntkörfulánin eru forgangsatriði í þessum hrunadansi.

Ég tek það fram að ég er ekki með myntkörfulán og ekkert af mínum börnum. Slík lán koma mér persónulega ekkert við. En, um tíma voru ráðgjafar lánastofnana nógu sannfærandi til að selja þúsundum af ungu fólki þessi lán.

 Hvað á að gera við þetta unga fólk? Hneppa það á ævilangan skuldaklafa af því það hafði ekki þroska til að vantreysta þeim sem voru sérstaklega menntaðir til að veita bestu ráðin?

Ég verð bara að segja: Fórnum ekki meira af komandi kynslóðum en við nauðsynlega þurfum.

Nóg er nú samt.


mbl.is Afborganir verði frystar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Súsanna Svavarsdóttir

Höfundur

Súsanna Svavarsdóttir
Súsanna Svavarsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...andlit_unni
  • Snæfellsjökull

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband