Lifi búsáhaldabyltingin

Hvað óttalega er þetta sjálfstæðisfólk treggáfað. Er það ekki enn farið að skilja að hér á landi hefur átt sér stað bylting. Í byltingu er hreinsað til, jafnvel þótt ekki sé úthelt blóði.... Enda erum við friðsamasta þjóð í heimi, samkvæmt könnun sem var birt hér í miðri kreppunni.

Svo viljum við byltingarsinnar norska krónu, mynda auðlindabandalag við Noreg, segja Evrópusambandinu að laga til heima hjá sér (t.d. meðal bænda í Grikklandi) og skila aftur láninu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þá verður - kannski - hægt að fyrirgefa frjálshyggjuöflunum fyrir "einfeldningsháttinn" og átrúnaðinn á Milton Friedman og Chicagoskólann sem steypti þjóðinni í glötun.


mbl.is Pétur Blöndal ákallar Ögmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð bara að viðurkenna Súsanna að það er litlu við þessu að bæta. Og þó, Kjartan Gunnarsson, sagði að öllu sómakæru fólki hlyti að ofbjóða. Sem segir okkur hvaða skoðun hann og Sjálfstæðismenn (sumir) hafa á almenningi í landinu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Ágúst Finnsson

Já sjálfstæðismenn eru held ég ekki meðlimir í byltinguni þeir eru held ég andstæðingar byltingarinnar þar sem þeir eiga örugglega mikinn þátt í að það sé nú bylting.  

Svo reyna þeir eftir bestu getu að vernda litla einræðisherran sinn í Seðlabankanum.

Ágúst Finnsson, 6.2.2009 kl. 14:55

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hér er ekkert vit í neinu öðru en að halda láninu frá IMF á meðan alþjóðasamfélagið er að róa sig, ávaxta það fé og svo skila því öllu saman annaðhvort í á einu bretti eða í skömmtum en ALLS EKKI nota það til að fjármagna áframhaldandi rugl. Peninga-Steini hefur rétt fyrir sér, og ég held að í samvinnu við Samfylkinguna hafi þau komið með aðferðina.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði náttúrulega að moka IMF peningunum út í hugsjónir sínar, og það er undir okkur komið að láta þeim ekki verða kápan úr því klæðinu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 6.2.2009 kl. 14:55

4 Smámynd: corvus corax

Ef Kjartani Gunnarssyni finnst að öllu sómakæru fólki hljóti að ofbjóða er augljóst að hann er ekki sómakær fyrst hann veit greinilega ekki hvernig sómakært fólk hugsar til hans og annarra spillingarskoffína.
Peninga-Steini hefur rétt fyrir sér, já og hann hefur það alveg á eigin spýtur. Samfylkingin á engan þátt í þeirri stefnu hans að nota ekki lánið frá IMF heldur endurgreiða það óhreyft við fyrsta tækifæri. Rúnar Þór ætti ekki að reyna að eigna samfylkingunni þá hugmynd!

corvus corax, 6.2.2009 kl. 16:13

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Súsanna: Ég ætlaði einmitt að benda þér á hver væri skilningur sjálfstæðismanna á því sem er komið fram en svo tók Þrymur eiginlega af mér ómakið! Ég fullyrði ekkert um það hvar hann stendur í flokki en hann deilir a.m.k. þeirri skoðun með Sjálfstæðisflokknum að hér hafi ekki verið nein bylting.

Þetta var skríll sem samanstóð af Vinstri grænum, hommum og kannski einhverjum lesbíum ásamt fleira vandræðafólki sem enginn með fullu viti tekur mark á. Í þeirra augum er það að þeir sitja ekki lengur við stjórn eingöngu aumingjaskap Samfylkingarinnar að kenna; og þá fyrst og fremst Ingibjargar Sólrúnar.

Ég reikna með að þú hafir heyrt þetta allt saman sjálf. Það er sorglegt að þó Pétur Blöndal virki einstaklega treggáfaður oft þá er hann málpípa skoðanasystkina sinna í Sjálfstæðisflokknum sem kalla það enn þá einelti þegar þess er krafist að menn í opinberu starfi axli ábyrgð!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.2.2009 kl. 19:49

6 Smámynd: Súsanna Svavarsdóttir

Ég veit hver er skilningur sjálfstæðismanna - og finnst hann merki um greindarskort.

Súsanna Svavarsdóttir, 7.2.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Súsanna Svavarsdóttir

Höfundur

Súsanna Svavarsdóttir
Súsanna Svavarsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...andlit_unni
  • Snæfellsjökull

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband