Draumahönnuður

LoL Ný heilsustefna? Má maður spyrja hvernig aðgerðaráætlunin lítur út. Þá er ég að ekki að tala um þessa sem er full af "stefnt skal að" og "fleygjum pakkanum í sveitarfélögin" og "látum alla sem vinna félagsstörf vinna enn meira frítt" og "markmiðið er," sem og öðru innihaldslausu bulli.

Þetta er alveg hrikalega göfug hugmynd hjá GÞÞ - en - maður hlýtur að spyrja hvort hann sé að koma úr ferðalagi frá annarri plánetu. Veit hann ekki að gjaldþrot, heimilismissir, atvinnumissir og ærumissir eru þættir sem hafa þveröfug áhrif á sálarlíf fólks en sú draumsýn sem hann boðar?

Hvernig ætlar pilturinn að hanna þessa líka fínu heilsu í þjóðina? Hefur það alveg farið framhjá honum að hann situr í ríkisstjórn sem að stórum hluta ber ábyrgð á því að leggja hana í rúst?

Það væri fróðlegt að sjá raunhæfa aðgerðaráætlun hans. Til dæmis, hvernig hann ætlar að fjármagna pakkann, hverjir eiga að vinna hann, hver á að sjá til þess að sálarlega sködduð þjóðin viðgerist á mettíma og hvernig á að fara að því.

Því miður, það er ekkert "backspace" á þessari undarlegu ríksisstjórn sem hann býr í. Það er engin leið að taka atburði síðustu sex vikna til baka. Hann ætti kannski að spjalla við heimilisfólkið í sínu ríkisstjórnarvirki áður en hann fer að hanna drauma til að hylla lýðinn sem stendur agndofa og laskaður á sviðinni jörðinni handan við hljóðeinangraða múrana.


mbl.is Ný heilsustefna heilbrigðisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

meiri forvarnir?Jeminn það vantar eitthvað í þennan mann

Alexander Kristófer Gústafsson, 18.11.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Súsanna Svavarsdóttir

Nema GÞÞ finni upp forvarnir gegn skorti á raunveruleikaskyni.

Súsanna Svavarsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Súsanna Svavarsdóttir

Höfundur

Súsanna Svavarsdóttir
Súsanna Svavarsdóttir

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...andlit_unni
  • Snæfellsjökull

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband