10.10.2008 | 01:07
Afneitun
Í hvaða fjárans veruleika búa íslensk stjórnvöld? Hvers vegna eru þau svona upptekin af því að það megi ekki kalla neinn til ábyrgðar? Hvers vegna kalla þau slíka réttlætisafstöðu hausaveiðar?
Í Bretlandi hafa menn í gegnum tíðina þurft að segja af sér opinberum embættum þegar þeir verða uppvísir að perónulegum brotalömum og veikleikum. Þar þykir sálfsagt að kalla menn til ábyrgðar á gjörðum sínum. Þar hafa margir ráðamenn sagt af sér af ýmsum pínlegum ástæðum. Hér á landi hefur hins vegar aðeins "einn" ráðherra sagt af sér embætti vegna meintrar spillingar. Það var Guðmundur Árni Stefánsson, sem var á sínium tíma heilbrigðisráðherra. Mig minnir að það hafi verið út af kaupum á teppum. Yfir slíku myndi hver hvunndagsbreti hlæja með öllum kjaftinum.
Hér á landi eru menn hins vegar úthrópaðir sem kveúlantar, æsingamenn og hausaveiðarar ef þeir minnast á það að einhver beri ábyrgð á þeim smámunum að setja heila þjóð og alla hennar vini á hausinn. Það er komið sér hjá því að svara, röflað um að mál séu flókin og síðan kvartað yfir því að alls óupplýst þjóð "sé að lesa í stöðuna."
Þeir sem ekki segja sannleikann allan og af einurð verða bara að þola slíkan í-stöðu-lestur.
Það er fullkomlega eðlilegt að Bretar séu öskuillir út í okkur fyrir að hylma yfir með fjárglæframönnum. Það er meira en lítið skiljanlegt að þeir skuli ekki sætta sig við að Íslendingar haldi fram ábyrgðarleysi þjóðarinnar og einstaklinga sem henni tilheyra á þvi að almenningur og samfélög í Bretlandi standi frammi fyrir þvi að tapa stórfé vegna gjörninga íslenskra fjármálasnillinga á seinustu árum.
Það getur vel verið að íslensk stjórnvöld séu orðin vön því að geta sagt okkur hér að halda kjafti., við séum æði. Hins vegar eru Bretar ekki vanir slíkum málflutningi frá sínum stjórnvöldum. Þar heita hlutirnir sínu nafni.
Afstaða Breta er heilbrigð á meðan afstaða og viðbrögð íslenskra stjórnvalda er sjúk.
Íslensk stjórnvöld eru eins og hrokafullur, meðvirkur maki sem reynir að þrífa skítinn, skömmina og eyðilegginguna sem alvarlega veikur alkohólisti hefur valdið - og sama hvaða rökum er beitt, allt er öðrum að kenna. Allir aðrir eru fífl, fuglahræður og dusilemnni. Sérstaklega Bretar.
Væri ekki vænlegast fyrir okkur að hlusta gaumgæfilega á þau skilaboð og þá hugsun sem felst í særindum breskra ráðamanna til að átta okkur á því hvað vanmáttarkennd okkar sem þjóðar hefur leitt okkur á rangar viðbragðabrautir.
Er ekki einmitt núna tækifæri fyrir okkur til að hlusta á aðra í stað þess að afneita staðreyndum, móðgast og kenna öðrum um. Þetta alkohólíska viðbragðamynstur er ekki að afla okkur neinna vina. Þvert á móti. Við erum að hrekja þá frá okkur - hratt og örugglega.
Það er móðgun við almenning í þessu landi að forsætisráðherra okkar skuli leyfa sér að lýsa stjórnvöld á Íslandi óánægð og hneyksluð yfir því að Bretar skuli beita Íslendinga ákvæðum í sérstökum lögum um varnir gegn hryðjuverkastarfsemi.
Það má vel vera að þetta sé óvinveitt aðgerð af hálfu Breta, en - hei - voru gjörningar okkar manna voða vinveittir og djollí?
Mjög óvinveitt aðgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Súsanna Svavarsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr
Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 01:10
Valdahafar þessa lands hafa gert sig seka um landráð með heimsku sinni og vandræðagangi varðandi þau samskipti og skilaboð sem þeir senda frá sér og aðrar þjóðir sjá auðvitað líka. Flest ríki í Evrópu hafa t.d. leyniþjónustu sem fylgist með fjölmiðlum og hefur á sínum snærum túlka o.fl., og nú þegar augu allra að beinast að Íslandi er mikilvægt að halda andlitinu og fara ekki á taugum eins og þeir hafa gert. Hámarksrefsing í slíkum tilvikum er 16 ára fangelsi, en 3 ár ef hægt er að bera við gáleysi. (Sjá X. kafla almennra hegningarlaga)
Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.