Umboðslaus forsætisráðherra

Það er með öllu óásættanlegt að forsætisráðherra skýli sér á bak við þá möntru að hann og samfylkingin hafi góðan meirihluta og að þessir flokkar hafi verið kosnir til að takast á við þann vanda sem við búum við í dag.

 Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin fengu fylgi í kosningum út á málefnaskrár sínar eins og þær blöstu við í kosningum - og við bjuggum við meint góðæri. Í gerbreyttu samfélagi er ljóst að kjósendur þeirra treysta þeim ekki til að takast á við kreppuvandann og vill þessa flokka burt.

 Það er líka með öllu óásættanlegt að forsætisráðherra vísi í viðskipta ferli í Kaupþingi til að firra sig ábyrgð. Hann var í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar (fjármálaráðherra ef ég man rétt), sem þvingaði opið markaðshagkerfi (Miltons Friedmans og Chicagoskólans) upp á þjóðina. Kreppan er afleiðing af þeirri þvingun. Við sjáum afleiðingar þeirra hagfræðikenninga leika flestar þjóðir heims illa nú um stundir (var reyndað sannað áður, t.d. í ýmsum löndum Suður-Ameríku að þær væru hreinn efnahagslegur hryðjuverknaður) en ein ástæðan fyrir því að hún elikur okkur verr en aðrar þjóðir er smæð okkar.

Svokallaðir útrásarvíkingar hafa aldrei verið til. Hér var ekkert til framleitt til útflutnings og því ekkert til að útræsa. Hér var einfaldlega ekki nægur mannskapur, auðlindir og fjármagn til að seðja græðgi þeirra sem sáu sóknarfæri í hinu frjálsa markaðshagkerfi og því lögðust þeir í víking að fornum sið, til sömu landa og við réðumst á á söguöld, Norðurlöndin, Bretland, teygðum okkur aðeins yfir Ermasundið og svo fóru tveir feðgar í austurveg.

 Ef einhverjir bera grundvallarábyrgð á stöðunni í dag eru það forsætisráðherra og seðlabankastjóri, ásamt þeim ráðgjöfum sem kenndu þeim að segja við þjóðina: Allt þetta skal ég gefa þér....

Forsætisráðherra vildi lítið gefa fyrir þau mótmæli sem nú standa yfir í miðborg Reykjavíkur, finnst þetta fámennur flokkur og forseti Alþingis kallar mótmælendur "uppivöðsluseggi" í Fréttablaðinu í dag.

Hversu marga mótmælendur þarf til að forsætisráðherra finnist mótmæli marktæk? Hvers konar sjálfsupphafning og mannfyrirlitning er það hjá forseta Alþingis að kalla fólk sem er að tjá sársauka sinn uppivöðsluseggi.

 Það er kominn tími til að þessir flokkur ráðamanna sem hefur sannanlega beitt þjóðina efnahagslegum hryðjuverkum fari.

 


mbl.is Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Súsanna Svavarsdóttir

Höfundur

Súsanna Svavarsdóttir
Súsanna Svavarsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...andlit_unni
  • Snæfellsjökull

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband